FUGLABJARGIÐ - BARNABÓK

Bókabeitan 2021 // Myndskreyting

Meðfram sviðsverkinu Fuglabjargið (Borgarleikhúsið 2021) var gefin út bók með texta verksins eftir Birni Jón Sigurðsson og með myndskreytingum eftir Hallveigu Kristínu. Í bókinni bætist við nýr karakter frá sviðsverkinu, en það er Hnoðrið sem hoppar og skoppar með okkur í kringum litlu eyjuna Skrúð og fáum við að sjá söguna í gegnum augu þess. Myndirnar eru unnar með vatnslitum í bland við tölvuteikningu, og eru litirnir teknir úr vettvangsferð listræna teymis óperunnar að Skrúði sumarið 2019. 

Bókin hlaut tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 fyrir myndskreytingar Hallveigar.

Bókin er gefin út af Bókabeitunni og fæst í helstu bókaverslunum sem og í netverslun Bókabeitunnar: 

https://bokabeitan.is/products/fuglabjargid-forsala?_pos=1&_sid=7b9cd2562&_ss=r

Previous
Previous

tóma rýmið // 2019-ongoing